Hágæða meðferðir
Við bjóðum upp á Dermatude Meta Therapy, Épi-Last og varanlega förðun – ásamt hefðbundnum snyrtimeðferðum

Andlitsmeðferðir
Meðferðirnar okkar eru sannkallað dekur þar sem áhersla er lögð á að gera heimsóknina notalega. Allar meðferðir innihalda hreinsun og næringu, ásamt róandi og slakandi nuddi sem endurnærir húðina.
Ljúf andlitsmeðferð þar sem húðin er yfirborðshreinsuð og djúphreinsuð. Í framhaldi er slakandi herða og andlitsnudd og endað á andlitsmaska sem fer eftir húðgerð hvers og eins. Rólegt og þægilegt andrúmsloft og tilvalið til að ná góðri slökun í amstri dagsins.
45 mínútur / 10.500 kr.
Meðferðin inniheldur yfirborðshreinsun, djúphreinsun, herða og andlitsnudd og andlitsmaska. Vörur eru valdar eftir þörfum hvers og eins til að tryggja að húðin þín fái allt það sem hún þarfnast. Yndisleg dekurstund í rólegu umhverfi.
60 mínútur / 12.900 kr.
Meðferðin inniheldur yfirborðshreinsun, djúphreinsun, gufu, herða og andlitsnudd, augnmaska og andlitsmaska. Hágæða dekurstund sem hentar öllum þar sem vörur eru valdar eftir þörfum hvers og eins.
90 mínútur / 16.900 kr.
Meðferðin inniheldur yfirborðshreinsun, djúphreinsun, galvanic meðferð þar sem virk efni eru borin á húð og þau neydd niður í neðri lög húðar. Viðskiptavinir fá svo slakandi herða og andlitsnudd og augn- og andlitsmaska í framhaldi.
90 mínútur / 18.900 kr.
ALLAR MEÐFERÐIR
Litun og plokkun
Litun augnabrúna og augnhára er góð leið til að ná fram fallegum augnsvip og mótaðar augabrúnir ramma svo sannarlega inn andlitið.
Vaxmeðferðir
Vax er þægileg leið til að þurfa ekki að hugsa um hárvöxt í lengri tíma, en flestir koma á fjögurra til sex vikna fresti.
Andlitsmeðferðir
Andlitsmeðferðirnar okkar eru sannkallað dekur, en þær innihalda hreinsun, næringu og slakandi nudd sem endurnærir húðina.
Varanleg förðun
Varanleg förðun er byltingarkennd meðferð þar sem litir eru settir inn undir yfirborð húðar til að skerpa línur andlits.
Dermatude Meta Therapy
Meta Therapy hjálpar til við að endurnýja það sem húðin hefur misst í tímans rás með 100% náttúrulegum hætti.
Épi-Last
Épi-Last er byltingarkennd varanleg háreyðing með lífrænni ensím tækni fyrir allar húðgerðir og háraliti þar sem notuð eru náttúruleg ensím.
Förðun
Við tökum að okkur dag- og kvöldfarðanir fyrir öll tilefni. Við bjóðum einnig upp á brúðarfarðanir fyrir stóra daginn.
Hand- & fótsnyrting
Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af hand- og fótsnyrtingum. Meðferðirnar enda á góðu nuddi og val er um lökkun á neglur.
„Ég get alltaf treyst á toppþjónustu hjá Karen í Sisco Snyrtistúdíói. Hún er algjör augabrúnasnillingur! Ég mæli hiklaust með henni.“
„Það er enginn betri en Karen í sínu fagi. Hún er ekki bara vandvirk, klár og metnaðarfull heldur elskar hún það sem hún gerir og gerir það vel! Hvort sem það er fótsnyrting eða litun, þá fer ég alltaf glimmrandi glöð og fín frá snillingnum henni Karen. Aðstaðan hja Sisco er frábær og snyrtileg. Ég mæli með Karen á Sisco!“