Project Description

Andlitsmeðferðir

BÓKA ÞESSA MEÐFERÐ

Andlitsmeðferðir

BÓKA ÞESSA MEÐFERÐ

Dekur fyrir sál og líkama

Slakandi og hreinsandi andlitsmeðferðir sem eru góðar bæði fyrir sál og líkama.

Nudd og maski – 45 mín
Ljúf andlitsmeðferð þar sem húðin er yfirborðshreinsuð og djúphreinsuð. Í framhaldi er slakandi andlitsnudd og endað á andlitsmaska sem fer eftir húðgerð hvers og eins. Rólegt og þægilegt andrúmsloft og tilvalið til að ná góðri slökun í amstri dagsins.

Andlitsbað – 60 mín
Meðferðin inniheldur yfirborðshreinsun, djúphreinsun, herða og andlitsnudd og andlitsmaska. Vörur eru valdar eftir þörfum hvers og eins til að tryggja að húðin þín fái allt það sem hún þarfnast. Yndisleg dekurstund í rólegu umhverfi.
x
Lúxus andlitsbað – 90 mín
Meðferðin inniheldur yfirborðshreinsun, djúphreinsun, gufu, herða og andlitsnudd, augnmaska og andlitsmaska. Hágæða dekurstund sem hentar öllum þar sem vörur eru valdar eftir þörfum hvers og eins.
x
Galvanic andlitsbað – 90 mín
Meðferðin inniheldur yfirborðshreinsun, djúphreinsun, galvanic meðferð þar sem virk efni eru borin á húð og þau neydd niður í neðri lög húðar. Viðskiptavinir fá svo slakandi herða og andlitsnudd og augn- og andlitsmaska í framhaldi.

Taktu þér tíma og dekraðu sjálfa(n) þig.
Þú átt það skilið.