Project Description

Litun og plokkun

BÓKA ÞESSA MEÐFERÐ

Litun og plokkun

BÓKA ÞESSA MEÐFERÐ

Augun eru spegill sálarinnar

Litun augnabrúna og augnhára er góð leið til að ná fram fallegum augnsvip og mótaðar augabrúnir ramma svo sannarlega inn andlitið.

  • Litun augnhára

  • Litun augnabrúna

  • Margir litir og litatónar

  • Plokkun eða vax á augnabrúnir

Við litum augnhárin og augabrúnir með ekta augnháralit sem endist í um einn mánuð, en við ráðleggjum okkar viðskiptavinum að koma í litun á ca. 4 – 6 vikna fresti. Við erum með margar gerðir af litum og mismunandi litatóna og búum til þann lit sem hentar þér best. Oftast eru notaðir svartir eða blásvartir litir á augnhárin og brúnn eða svarbrúnn litur á augabrúnir.

Flestir vilja láta plokka eða setja vax á augabrúnirnar eftir að búið er að lita. Augabrúnir eru mikil persónueinkenni og ættu konur (og karlar) að varast að láta plokka mikið af augabrúnunum.

Litun á augnhár og augabrúnir með plokkun eða vaxi tekur u.þ.b. 30 mín.

Taktu þér tíma og dekraðu sjálfa(n) þig.
Þú átt það skilið.